Við erum umboðsmenn fyrir spanhitara sem koma frá sænsku fyrirtæki sem heitir Alesco. Við höfum notað þessi tæki frá árinu 2011 með mjög góðum árangri. Þessir spanhitarar eru framleiddir í Svíþjóð og hafa getið sér mjög gott orð á alþjóðamarkaði. Það er komin ný lína frá þeim í stærri hiturum þar sem hægt er að tengja þá við rennandi vatn.

Við höfum verið að nota langmest spanhitara sem heita A-80 og eru 3,7KW. Þeir eru léttir, aðeins 15 kg og mjög meðfærilegir. Þurfa aðeins 16 amp eins fasa tengil. Mörg bílaverkstæði og bifreiðaumboð eiga orðið svona hitara og hafa þeir komið mjög vel út. Það dregur mjög úr eldhættu að geta hitað mjög lítil svæði í einu og tímasparnaður er oft mikill. Eftir að hafa kynnst þessu verkfæri skilur maður ekki hvernig hægt var að vera án þess.

Við eigum þessa hitara á lager. Við eigum líka stærra tækið ACE-12 á lager með og án kælis en það er 3ja fasa.

Sjá heimasíðu Alesco: www.alesco.se  Nánari upplýsingar í tölvupósti: bjarki@bilson.is