Gæðakerfi Bílgreinasambandins ( BGS ) úttektaraðili BSI á Íslandi. Gæðakerfi sem tekur á öllum þáttum rekstrarins með eftirfylgni. Allt frá ritun verkbeiðnar til útskriftar reiknings.

Eigandi / umráðamaður bifreiðar undirritar verkbeiðni sem er samkomulag um hvaða aðgerðir skuli framkvæma á bifreiðinni. Ef til koma frávik er haft samband við eiganda / umráðamann og borið undir hann hve stórt verk skuli ráðist í. Á verkbeiðni er ritað hvaða heimild eigandi / umráðamaður samþykkti og tímasetning símtals.

Gæðakerfið tekur einnig á kvörðun verkfæra, skráningu á endurmenntun starfsmanna, kvörtunum, umfangi þeirra og niðurstöðum sem kynntar skulu starfsmönnum. Haldið er utan um að heimsóknir úttektaraðila, s.s. Vinnueftirlits, heilbrigðiseftirlits, brunaeftirlits séu samkvæmt regluverki.