Bílson ehf er stofnað 2. nóvember 1984 í 80 fm húsnæði að Langholtsvegi 115. Starfsmenn voru tveir fyrsta árið. Um áramótin 1989 – 1990 var reksturinn fluttur í húsnæði að Ármúla 15. Fyrstu árin vorum við aðeins í hluta húsnæðisins, eða í um 250 fm. Húsnæðið gaf möguleika á stækkun sem ráðist var í 1991 og bætt við rúmum 70 fm. Árið 1996 var húsnæðið keypt og bætt við síðasta hlutanum. Var þá fjöldi starfsmanna 8 – 10 manns.

Haustið 2012 opnaði svo fyrirtækið stórglæsilegt verkstæði að Kletthálsi 9. Hönnun verkstæðisins stenst alla staðla sem Volkswagen Group setur fyrir sín þjónustuverkstæði. Á nýja staðnum vinna nú um 15 manns og margir hverjir með áratuga reynslu í viðgerðum á Skoda, VW og VW atvinnubílum. Við erum enn betur búin undir að þjónusta þig ágæti viðskiptavinur og aðstoða þig við að halda þínum bíl í besta ásigkomulagi. Velkomin til okkar á Klettháls 9.